Mikil hætta stafar af Sellafield

SellafieldMikil hætta stafar af geymslu geislavirks úrgangs í opnum tönkum í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield í Bretlandi. Þetta er mat sérfræðings í kjarnorkuöryggi sem skoðað hefur myndir sem birtust í the Ecologist nýlega. Á myndunum sést að tankarnir eru afar illa farnir, sprungur eru komnar í steypuna og illgresi farið að vaxa í sprungunum. Komi leki að tönkunum er mikil hætta á að geislavirkt efni sleppi út í umhverfið og valdi langvarandi og víðtækri geislamengun. Tankarnir voru reistir á sjötta áratugnum, en talsmaður Sellafield segir að þeir verði hvorki fjarlægðir né lagfærðir á næstu áratugum, þrátt fyrir hættuna sem af þeim stafar. Fyrst þurfi að koma úrgangnum sem þar er í það horf að óhætt sé að færa hann.
(Sjá frétt the Guardian 29. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s