Fyrsta vetnisstöðin við verslunarmiðstöð

SainsburySainsbury’s verslunarkeðjan mun síðar á þessu ári verða fyrsta fyrirtækið í Bretlandi sem kemur upp vetnisstöð fyrir viðskiptavini á bílastæði verslunarmiðstöðvar. Fjöldi vetnisbíla á götum Bretlands vex frá degi til dags og að sögn talsmanns Sainsbury’s er það sérstakt ánægjuefni að vera fyrstur til að bjóða viðskiptavinum upp á þjónustu af þessu tagi. Stöðin er hluti af verkefninu London Hydrogen Network Expansion (LHNE) sem er styrkt af ríkisstjórninni. Stjórnvöld í Bretlandi ákváðu nýlega að verja 11 milljónum sterlingspunda (tæplega 2,2 milljörðum ísl. kr.) til að byggja upp innviði fyrir vistvæn ökutæki í Bretlandi, þar af 7 milljónum punda í uppsetningu allt að 7 áfyllingarstöðva fyrir vetnisbíla.
(Sjá frétt EDIE 28. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s