Pappírsbönd leysa plastvír af hólmi

MarkSpencerVerslunarkeðjan Marks&Spencer (M&S) hefur tekið í notkun festingar úr pappír í staðinn fyrir plastvír sem hingað til hefur verið mikið notaður til að festa leikföng í umbúðir. Plastvírinn er ekki aðeins úr óendurvinnanlegu efni, heldur er hann líka erkióvinur margra barna þar sem erfitt getur reynst að ná leikföngunum úr umbúðunum. Nýju böndin er gerð úr sérstökum pappírstrefjum frá fyrirtækinu BillerudKorsnäs. Böndin gegna hlutverki sínu vel en samt er auðvelt að slíta þau, auk þess sem þau eru gerð úr 100% FSC-vottuðum pappír sem auðvelt er að endurvinna.
(Sjá frétt EDIE 27. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s