Sjávarrof opnar leið fyrir geislavirkan úrgang út í hafið

Seascale-011Geislavirkur úrgangur úr urðunarstaðnum Grigg í grennd við kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield á vesturströnd Englands mun að öllum líkindum sleppa út í hafið á næstu öld. Ástæðan er hækkað sjávarborð sem mun leiða til svo mikils landbrots að úrgangurinn standi eftir óvarinn fyrir ágangi sjávar. Samtals er þarna um að ræða um milljón rúmmetra af geislavirkum úrgangi og geislavirkum hergögnum sem hafa fallið til á síðustu 55 árum. Umhverfisstofnun Bretlands (EA) viðurkennir að staðsetning urðunarstaðsins hafi verið mistök og að í dag yrði slíkri starfsemi tæplega valinn staður svo nálægt hafi. Áætlun rekstraraðila Grigg um að urða þarna 800.000 rúmmetra af geislavirkum úrgangi til viðbótar er nú til skoðunar hjá umhverfisstofnuninni. Þess má geta að helmingunartími geislavirks efnis getur hlaupið á þúsundum ára.
(Sjá frétt the Guardian 20. apríl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s