Dove notar 15% minna plast í umbúðir

26179Umbúðir sturtusápu frá Dove innihalda framvegis 15% minna plast en áður. Með nýrri aðferð við þrýstimótun plasts er hægt að draga úr þéttleika plasteinda í umbúðunum, þannig að minna plast þurfi í hverja flösku. Aðgerðin er í takt við markmið framleiðandans um að helminga losun gróðurhúsalofttegunda og magn þess úrgangs sem verður til úr vörum og umbúðum, hvort tveggja miðað við árið 2020. Framleiðandinn hyggst gefa eftir einkarétt á umræddri tækni í janúar á næsta ári, þannig að öðrum fyrirtækjum verði frjálst að nota hana.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s