Grænt hagkerfi skilar miklu í þjóðarbúið

viewimageInnleiðing græns hagkerfis í Kenýa gæti bætt þjóðarhag um 45 milljarða Bandaríkjadala (um 5.000 milljarða ísl. kr.) fram til ársins 2030. Jafnframt myndi fæðuöryggi aukast, ástand umhverfismála batna og þjóðin verða betur í stakk búin til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta kemur fram í nýrri matsskýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu Þjóðanna (UNEP). Í skýrslunni eru bornar saman tvær sviðsmyndir, annars vegar ef 2% af vergri landsframleiðslu yrðu notuð í grænar fjárfestingar og hins vegar ef þessi 2% yrðu lögð í sams konar fjárfestingar og gert er í dag (e. business-as-usual). Niðurstaðan er sú að árið 2030 muni áherslan á grænt hagkerfi skila 12% hærri landsframleiðslu en hin sviðsmyndin og að landsframleiðsla á hvern íbúa muni nær tvöfaldast. Þá muni losun gróðurhúsalofttegunda verða 9% minni en ella, uppskera á hvern hektara 15% meiri og aðgangur að rafmagni betri.
(Sjá frétt UNEP í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s