Framsækin stefna í úrgangsmálum skapar 750.000 ný störf

Úrgangsþríhyrningurinn 3 160Um 750.000 ný störf myndu skapast fram til ársins 2025 ef Evrópusambandið tæki upp framsækna stefnu í úrgangsmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópsku umhverfisskrifstofunnar (EEB). EEB telur að með stefnu sem stuðlar að úrgangsforvörnum og endurvinnslu skapist fjölmörg græn störf, losun koltvísýrings minnki um 415 milljón tonn og landnotkun vegna matvælaframleiðslu minnki um 57 þúsund ferkílómetra fram til ársins 2030. Ekki sé nóg að banna urðun úrgangs, heldur þurfi að leggja áherslu á lausnir sem eru ofar í úrgangsþríhyrningnum. Þessu megi m.a. ná fram með hagrænum hvötum til endurnotkunar og endurvinnslu, auknum gjöldum á einnota vörur, breyttum sorphirðugjöldum og aukinni áherslu á framlengda framleiðendaábyrgð.
(Sjá frétt EEB 7. apríl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s