Stafræn merking efna gefur nýja möguleika

NeilMiklir möguleikar kunna að liggja í svonefndu „sameindalegói“ sem búið er til með því að setja stafræn merki í minnstu einingar sem notaðar eru við framleiðslu á vörum. Þetta auðveldar mjög aðskilnað efna í vörunni og skapar ný tækifæri í endurvinnslu efnis sem annars hefði orðið að úrgangi að notkun lokinni. Þar með stuðlar hugmyndin að hringrásarsamfélagi þar sem úrgangur fellur ekki til. Efnið felur þá í sér upplýsingar um hvað hægt sé að gera við það, öfugt við úrgang sem berst á urðunarstaði samtímans og inniheldur engar upplýsingar. Neil Gershenfeld, prófessor við Tækniháskólann í Massachusetts kynnti þessar hugmyndir á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos í síðustu viku, en tók jafnframt fram að nokkur ár myndu líða áður en þessi þróun færi að hafa veruleg áhrif í heiminum.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s