Í Svíþjóð jókst sala á lífrænt vottuðum matvælum um 13% milli áranna 2012 og 2013. Þetta er mesta aukning sem sést hefur í nokkur ár og langt umfram spár sem gerðu ráð fyrir 5% aukningu. Lífræn matvæli seldust fyrir samtals 11,6 milljarða sænskra króna (um 206 milljarða ísl. kr.), sem samsvarar um 4,3% markaðshlutdeild á matvörumarkaði. Árið áður var þetta hlutfall 3,8%.
(Sjá fréttatilkynningu KRAV í dag)