Rússneski olíu- og gasrisinn Gazprom og bandaríski fataframleiðandinn GAP fengu skammarverðlaunin Public Eye Awards þetta árið, en verðlaunin eru veitt árlega á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos þeim fyrirtækjum sem almenningur kýs sem verstu fyrirtæki í heimi. Gazprom fékk 95.277 atkvæði í kjörinu, en á árinu 2013 varð fyrirtækið fyrst til að hefja olíuboranir á Norðurheimskautssvæðinu og tókst strax á fyrstu mánuðunum að brjóta ýmsar reglur um öryggis- og umhverfismál. GAP varð fyrir valinu hjá sérstakri dómnefnd um versta fyrirtækið, en GAP neitað að skrifa undir samkomulag um bindandi reglur um bruna- og öryggismál í fataverksmiðjum í Bangladesh.
(Sjá frétt Miljöaktuellt 23. janúar).