Umhverfismál í ólestri í Sochi

sochiUmhverfisverndarsamtökin WWF gagnrýna skipuleggjendur vetrarólympíuleikanna í Sochi harðlega og hafa hætt samstarfi við þá vegna þess sem þeir kalla „innantóm orð“ um umhverfismál. Heimamenn í samtökunum Echo Waschta taka undir þessa gagnrýni og telja yfirlýsingar um græna og mengunarlausa leika lítils virði þegar við blasa ólöglegir ruslahaugar, byggingarúrgangur í nærliggjandi vatnsföllum og eyðilögð svæði innan þjóðgarðs. Verst mun ástandið vera í ánni Mzymta sem sér stórum hluta af Sochi fyrir drykkjarvatni. Sagt er að áin hafi verið algjörlega eyðilögð vegna framkvæmda við vegi og járnbrautir.
(Sjá frétt Miljöaktuellt 8. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s