Sturta sem endurvinnur vatnið jafnóðum

EndurvinnslusturtaSænski hönnuðurinn Mehrdad Mahdjoubi hefur kynnt nýja gerð af sturtu sem hreinsar baðvatnið jafnóðum og það kemur í niðurfallið og sendir það aftur upp í sturtuhausinn. Með þessu móti á að vera hægt að komast af með 5 lítra af vatni í 10 mínútna sturtu í stað 150 lítra eins og algengt mun vera. Þessu fylgir ekki aðeins mikill vatnssparnaður, heldur einnig orkusparnaður, þar sem vatnið kólnar lítið í ferlinu. Endurvinnslusturta Mehrdads byggir á svipaðri tækni og notuð er í geimferðum, en eftir er að sjá hvort takast megi að gera hana fýsilega til notkunar á venjulegum heimilum.
(Sjá frétt EDIE 6. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s