Ólögleg urðun við Sochi

Sochi urðunSvo virðist sem Rússar standi ekki við fyrirheit um að vetrarólympíuleikarnir í Sochi verði þeir grænustu í sögunni. Þar átti eingöngu að nota endurnýjanlegt efni og engum úrgangi átti að farga, hvorki byggingarúrgangi né öðru. AP-fréttastofan komst hins vegar að því á dögunum að mikið magn af blönduðum úrgangi hefur verið flutt á urðunarstað sem rússnesku járnbrautirnar reka við þorpið Akhshtyr, án starfsleyfis. Reyndar fylgir sögunni að starfsleyfi myndi ekki fást þótt sótt væri um það, þar sem urðunarstaðurinn sé á vatnsverndarsvæði. Haft er eftir talsmanni Greenpeace að þarna snúist „úrgangsforvarnir“ um að koma úrgangi úr augsýn.
(Sjá frétt NewsDaily í gær).

Ein hugrenning um “Ólögleg urðun við Sochi

  1. Bakvísun: Umhverfismál í ólestri í Sochi | 2020

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s