Vaxandi rusl á breskum fjörum

Cigarette-butts-ends-left-009Rusl á breskum fjörum jókst um 12% milli áranna 2011 og 2012, mælt í fjölda hluta á hvern kílómetra strandlengjunnar. Mest varð aukningin á rusli frá reykingamönnum. Þannig fjölgaði kveikjurum og sígarettupökkum um 90% á milli ára og fjöldi sígarettufiltera tvöfaldaðist. Á einni helgi í september í fyrra fylltu sjálfboðaliðar 1.800 sorpsekki með rusli á 90 km strandlengju, og reyndust um 65% af ruslinu vera plast af einhverju tagi. Þetta veldur sérstökum áhyggjum, þar sem plastið brotnar seint eða ekki niður í náttúrunni. Svo virðist sem áratugalöng viðleitni til að bæta umgengni fólks hafi ekki skilað miklum árangri.
(Sjá frétt The Guardian í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s