Brýnt að stórbæta nýtingu málma

Metals UNEPGera þarf stórátak í bættri nýtingu og endurvinnslu til að komast hjá alvarlegum skorti á sjaldgæfum málmum, en búast má við að eftirspurn eftir málmum eigi jafnvel eftir að tífaldast. Sérstaklega er mikilvægt að hönnun raf- og rafeindatækja auðveldi endurnotkun og endurvinnslu einstakra íhluta, en í slíkum tækjum er mikið magn dýrmætra málma í örlitlu magni. Þannig getur venjulegur farsími innihaldið yfir 40 tegundir málma, allt frá algengum málmum á borð við kopar upp í vandfengna málma á borð við gull og palladíum. Árlega fleygir hver jarðarbúi 3-7 kg. af raf- og rafeindatækjaúrgangi, þannig að þarna eru gríðarleg tækifæri til úrbóta. Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps á vegum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) kemur fram að af 60 málmum hafi aðeins 20 náð 50% endurvinnsluhlutfalli og að endurvinnsluhlutfall 34 málmtegunda sé innan við 1%.
(Sjá frétt á heimasíðu UNEP 24. apríl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s