Níu af hverjum 10 Svíum eiga flíkur inni í fataskáp, sem ekki hafa verið notaðar í heilt ár. Þetta á einkum við um skyrtur, blússur, gallabuxur og jakka, en nærföt og sokkar teljast ekki með. Aðeins 7% Svía hafa notað öll fötin sín á síðustu 12 mánuðum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem fyrirtækið Yougov gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Svíþjóðar (Naturskyddsföreningen), en þessa dagana standa samtökin fyrir fataskiptadögum á 87 stöðum í Svíþjóð í þeim tilgangi að stuðla að betri nýtingu á fötum.
(Sjá fréttatilkynningu Naturskyddsföreningen 20. apríl).