Síðustu vikur hefur orka frá nokkrum rafbílum verið seld annað slagið inn á raforkukerfið í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Hugmyndin er ekki alveg ný, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem henni er hrint í framkvæmd við raunverulegar aðstæður. Það er orkufyrirtækið NRG Energy sem hefur þróað umrædda tækni (eV2g (Electric vehicles to grid)), í samvinnu við háskólann í Delaware. Þegar fram í sækir standa vonir til að þessi aðferð geti aukið stöðugleika raforkukerfa og gefið eigendum rafbíla möguleika á að verða ýmist kaupendur eða seljendur raforku eftir aðstæðum á markaði á hverju augnabliki.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).