Japanskt frauðplast á fjörum Alaska

FrauðplastGríðarlegt magn af japönsku frauðplasti hefur rekið á fjörur Alaska síðustu mánuði. Þetta er ein af afleiðingum jarðskjálftans mikla í Japan í mars 2011 og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Plastið er m.a. úr einangrun húsa sem skemmdust í hamförunum og úr flotholtum á sjó. Plastið hefur nú náð að berast þvert yfir Kyrrahafið og er víða að finna á vesturströnd Bandaríkjanna. Erfiðast verður þó að hreinsa strendur Alaska, þar sem svæðið er afskekkt og strandlínan löng. Umhverfisverndarsinnar hafa áhyggjur af áhrifum plastsins á dýralíf, en frauðplast brotnar seint eða aldrei niður í náttúrunni og getur m.a. valdið köfnun og stíflað meltingarvegi dýra.
(Sjá frétt PlanetArk 31. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s