Í Noregi eru fleiri rafbílar en í nokkru öðru landi heims, miðað við höfðatölu. Heildarfjöldinn er nú kominn yfir 10.000 og í janúar 2013 voru rafbílar 2,9% af öllum nýjum seldum fólksbílum, eða 337 talsins. Markaðshlutdeild rafknúinna vörubíla var enn hærri, eða 3,3%. Tvinnbílum fjölgar einnig ört í Noregi, en 633 slíkir seldust í janúar.
(Sjá frétt í Teknisk Ukeblad 3. febrúar).