Í Svíþjóð jukust innkaup opinberra aðila á lífrænum matvælum um 18% á síðasta ári og námu samtals um 1,6 milljarði sænskra króna (um 32 milljörðum ísl. kr). Þessi aukning er sögð vera afleiðing af markvissri innkaupastefnu sveitarfélaga og landsþinga. Alls seldust lífræn matvæli fyrir 9,5 milljarða króna (190 millj. ísl. kr), sem var 3% aukning frá árinu á undan.
(Sjá frétt Miljöaktuellt 1. febrúar).