Plastagnir endurnýttar í steypu

27225Hafin er tilraunaframleiðsla á steypu þar sem endurunnar plastagnir eru notaðar í staðinn fyrir 10% af þeim sandi sem hingað til hefur verið notaður í steypuna. Háskólinn í Bath í Englandi stýrir verkefninu í samvinnu við indverska vísindamenn með fjármagni frá Bretland-Indland menntunar- og rannsóknarverkefninu (UKIERI). Afurð verkefnisins verður steypublanda með svipaða eiginleika og hefðbundin steypa hvað varðar styrk, endingu og hitaþol. Verkefnið mun draga úr tveimur umhverfisvandamálum á Indlandi. Annars vegar stuðlar það að minna sandnámi úr árbökkum og þar með minni landeyðingu og hins vegar dregur það úr magni plasts sem fer til urðunar. Indland er annar stærsti steypuframleiðandi heims með um 270 milljón tonna árlega framleiðslu.
(Sjá frétt EDIE í dag).