Aukin notkun orkusparandi LED-lýsingar hefur leitt til aukinnar ljósmengunar, enda er LED-lýsing mun ódýrari í rekstri en hefðbundin lýsing. Í nýrri úttekt sem sagt er frá í vísindatímaritinu Science Advances kemur fram að það flatarmál jarðar sem lýst er upp með manngerðum ljósum hafi stækkað um 2,2% á ári á tímabilinu 2012-2016. Mest er aukningin í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu á svæðum sem hingað til hafa einungis verið lýst upp með dagsbirtunni. Höfundar úttektarinnar gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram og benda á að þetta feli í sér ljósmengun sem geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýr, plöntur og aðrar lífverur, þ.m.t. menn. Ljós hefur m.a áhrif á náttúrulega klukku lífvera og aukin lýsing getur stuðlað að svefntruflunum og jafnvel heilsuvandamálum á borð við sykursýki, háþrýsting og þunglyndi.
(Sjá frétt Aktuell hållbarhet 22. desember).
LED-ljós stuðla að ljósmengun
Svara