Frá og með 1. júlí nk. verða verslanir og skrifstofur í Frakklandi að slökkva öll inniljós einni klst. eftir að síðasti starfsmaður yfirgefur bygginguna. Jafnframt verða ljós í búðargluggum að vera slökkt eftir kl. 1 eftir miðnætti. Þessar reglur eru hluti af nýrri löggjöf sem ætlað er að draga úr ljósmengun, auk þess sem losun koltvísýrings mun minnka um 250.000 tonn á ári. Orkan sem sparast dugar fyrir 750.000 frönsk heimili.
(Sjá frétt The Guardian 30. janúar).