Öll raforka á Kosta Ríka endurnýjanleg í 300 daga á þessu ári

Það sem af er þessu ári hefur Kosta Ríka notað eingöngu endurnýjanlega raforku í samtals 300 daga. Þetta er nýtt met þar í landi, en árið 2015 náðust samtals 299 dagar. Nú koma um 99,6% af raforku landsins frá endurnýjanlegum orkugjöfum, þar af 78,3% frá vatnsorku, 10,3% frá vindorku, 10,2% frá jarðvarma og 0,8% frá sólarorku og lífmassa. Almennt er litið á Kosta Ríka sem fyrirmynd annarra þjóða í umhverfismálum. Þarlend stjórnvöld hafa látið til sín taka á fleiri sviðum en í orkugeiranum og m.a. tekið ákvörðun um að banna allt einnota plast fyrir árið 2021.
(Sjá frétt EcoWatch 21. nóvember).

Costa Rica kolefnishlutlaust 2021

TortugueroCosta Rica verður fyrsta kolefnishlutlausa landið í heiminum ef áætlanir þarlendra stjórnvalda ganga eftir. Þessu markmiði á að ná árið 2021. Í þessum tilgangi er m.a. verið að byggja þar upp markað fyrir losunarheimildir með stuðningi Alþjóðabankans. Á síðustu 25 árum hefur þjóðarframleiðsla í Costa Rica þrefaldast á sama tíma og skóglendi hefur tvöfaldast.
(Sjá frétt SustainableBusiness 4. janúar).