Líkur á krabbameini geta aukist verulega vegna kokteiláhrifa skaðlegra efna samkvæmt nýrri ransókn á vegum Háskólans í Roskilde þar sem rýnt var í samverkandi áhrif akrýlamíðs og tveggja varnarefna. Rannsóknin leiddi í ljós að þrátt fyrir að magn hvers efnis um sig væri undir skilgreindum hættumörkum hafði kokteilinn mjög skaðleg áhrif á DNA í frumum. Akrýlamíð virtist þannig geta magnað upp krabbameinsvaldandi eiginleika varnarefnanna þrátt fyrir lágan styrk þeirra. Kokteiláhrifin geta m.a. falist í því að eitt tiltekið efni geri frumuhimnur gegndræpari og greiði þannig öðrum skaðlegum efnum leið inn í frumuna. Höfundar rannsóknarinnar leggja áherslu á að taka þurfi tillit til kokteiláhrifa þegar leyfileg hágmarksgildi einstakra efna eru ákveðin, því að gildin verði annars of há. Varrúðarreglunni skuli þannig beitt við ákvörðun hágmarksgilda.
(Sjá frétt Videnskap DK í dag).
Greinasafn fyrir merki: akrýlamíð
Akrýlamíð í kartöfluflögum og frönskum kartöflum
Mikið magn akrýlamíðs fannst í nýrri rannsókn Norsku neytendasamtakanna (Forbrukerrådet) á frönskum kartöflum og kartöfluflögum þrátt fyrir að hægt sé að lágmarka magn efnisins í matvöru með tiltækri tækni. Frá árinu 2002 hefur verið stefnt að því innan Evrópusambandsins að draga úr magni akrýlamíðs í mat, enda er efnið talið krabbameinsvaldandi auk þess sem mikið magn efnisins getur haft neikvæð áhrif á taugakerfi, fósturþroska og sæðisframleiðslu. Matvælastofnun Noregs segir það áhyggjuefni hversu hægt gengur að minnka akrýlamíð í matvöru og telur matvælaframleiðendur ekki taka vandamálið nógu alvarlega. Evrópusambandið hefur ekki sett hágmarksgildi fyrir akrýlamíð, en viðmiðunargildi sambandsins eru 600-1000 míkrógrömm á hvert kíló matvöru. Hæsta gildið í rannsókn Forbrukerrådet var 2.232 míkrógrömm. Akrýlamíð myndast m.a. þegar kolvetnarík fæða er hituð yfir 120°C.
(Sjá frétt Forbukerrådet 20. ágúst).