Kokteiláhrif margfalda hættu á krabbameini

akrylamid_160Líkur á krabbameini geta aukist verulega vegna kokteiláhrifa skaðlegra efna samkvæmt nýrri ransókn á vegum Háskólans í Roskilde þar sem rýnt var í samverkandi áhrif akrýlamíðs og tveggja varnarefna. Rannsóknin leiddi í ljós að þrátt fyrir að magn hvers efnis um sig væri undir skilgreindum hættumörkum hafði kokteilinn mjög skaðleg áhrif á DNA í frumum. Akrýlamíð virtist þannig geta magnað upp krabbameinsvaldandi eiginleika varnarefnanna þrátt fyrir lágan styrk þeirra. Kokteiláhrifin geta m.a. falist í því að eitt tiltekið efni geri frumuhimnur gegndræpari og greiði þannig öðrum skaðlegum efnum leið inn í frumuna. Höfundar rannsóknarinnar leggja áherslu á að taka þurfi tillit til kokteiláhrifa þegar leyfileg hágmarksgildi einstakra efna eru ákveðin, því að gildin verði annars of há. Varrúðarreglunni skuli þannig beitt við ákvörðun hágmarksgilda.
(Sjá frétt Videnskap DK í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s