Sala á lífrænum vörum fer enn vaxandi í Danmörku og stefnir í samtals 14 milljarða danskra króna (um 235 milljarða ísl. kr.) á þessu ári. Þetta samsvarar 16% aukningu frá fyrra ári. Kannanir sýna að næstum því annar hvor Dani kaupir lífrænt vottaðar vörur í hverri viku. Til skamms tíma einskorðaðist neysla þessa varnings einkum við höfuðborgarsvæðið og aðra stærstu bæi, en nú er eftirspurnin orðin dreifðari. Þarna koma líka ákveðin snjóboltaáhrif við sögu, því að eftir því sem framleiðendum og vörutegundum fjölgar verða neytendur meðvitaðri um úrvalið.
(Sjá frétt á heimasíðu Økologisk Landsforening 13. október).