Niðurbrjótanlegt plast sem kemur með öðru plasti til endurvinnslu hefur veruleg neikvæð áhrif á gæði plastfilmu sem unnin er úr efninu. Samanburður sem Samtök plastendurvinnslufyrirtækja í Evrópu (Plastic Recyclers Europe (PRE)) létu gera, sýndi mikinn gæðamun á afurðum sem annars vegar voru unnar úr plasti sem safnað hafði verið til endurvinnslu í Norður-Evrópu og hins vegar úr plasti frá Suður-Evrópu, en í Suður-Evrópu hefur niðurbrjótanlegt plast náð mun meiri útbreiðslu en norðar í álfunni. Plastfilma sem unnin var úr suðurevrópska plastinu var með mun fleiri göt og aðra galla en norðlæga plastið. Gallana má rekja til efna sem bætt er í plastið til að flýta niðurbroti þess, m.a. pólýaktíðs (PLA). Í þessu ljósi telur PRE brýnt að stjórnvöld komi á sérstöku söfnunarkerfi fyrir niðurbrjótanlegt plast, auk kerfa fyrir venjulegt plast og lífplast.
(Sjá frétt á heimasíðu PRE 15. september).