Einn tauþvottur skilar allt að 700.000 plastögnum út í fráveituna

2365-160Föt úr gerviefnum geta gefið frá sér mikinn fjölda plastagna í hvert sinn sem þau eru þvegin. Þannig getur einn tauþvottur skilað allt að 700.000 smásæjum plastögnum út í umhverfið að því er fram kom í rannsókn vísindamanna við háskólann í Plymouth í Englandi. Föt úr akrýlefnum reyndust langverst hvað þetta varðar og skiluðu frá sér hátt í 730.000 ögnum í hverjum þvotti sem var um 1,5 sinnum meira en föt úr pólýester og 5 sinnum meira en föt úr blöndu af pólýester og bómull. Talsvert af þessum ögnum stöðvast í skólphreinsistöðvum og endar þar í seyru, en aðrar skolast út í ár og höf með fráveituvatninu. Margt bendir til að plastagnir geti haft víðtæk neikvæð áhrif á lífverur og þar með á fæðukeðju manna. Ekki er fullljóst hvaða þættir hafa mest áhrif á losun agna úr fatnaði við þvott, en magnið kann að ráðast af þvottatíma, hönnun á síum og vinduhraða.
(Sjá frétt The Guardian 27. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s