Afneitun loftslagsbreytinga tengist félagslegri drottnunargirni

uppsala-uniEinstaklingar sem haldnir eru félagslegri drottnunargirni (e. social dominance orientation (SDO)) eru líklegri en aðrir til að afneita loftslagsvísindum. Afneitunin tengist karllægum viðhorfum og persónuleikaeinkennum á borð við lága samkennd, valdahneigð og þröngsýni. Einkenni félagslegrar drottnunargirni eru m.a. þau að viðkomandi telur mismunun félagslegra hópa réttlætanlega eða æskilega og finnst maðurinn ráða yfir náttúrunni. Afneitunin gæti tengst ólíkri félagslegri stöðu þeirra sem eru öðrum fremur valdir að loftslagsbreytingum og þeirra sem verða einkum fyrir barðinu á þeim. Allt þetta og margt fleira kemur fram í doktorsritgerð Kirsti Jylhä sem stundað hefur rannsóknir við Háskólann í Uppsölum á hugmyndafræðilegum rótum afneitunar í loftslagsmálum.
(Sjá fréttatilkynningu Háskólans í Uppsölum 29. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s