Örplast gæti mengað landbúnaðarland

nature-160Plastögnum úr snyrtivörum, klæðnaði og iðnaðarferlum er hugsanlega dreift í stórum stíl á akra og tún þegar seyra úr hreinsistöðvum fráveitukerfa er notuð til áburðar. Fullkomnar skólphreinsistöðvar ná að fella út langstærstan hluta þeirra plastagna sem berast í fráveituna. Þessar agnir verða eftir í seyrunni og verða ekki auðveldlega aðskildar frá henni. Agnirnar gætu því mengað langbúnaðarland með ófyriséðum afleiðingum fyrir fæðukerfið og öryggi matvæla. Talið er að árlega safnist 93.000-236.000 tonn af plastögnum upp í efstu lögum sjávar, en magnið sem dreift er árlega á landbúnaðarland gæti verið enn meira, eða 63.000-430.000 tonn í Evrópu og 44.000-300.000 tonn í Norður-Ameríku.
(Sjá frétt í Nature 22. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s