Glýfosat í þvagi danskra stjórnmálamanna

1450513463_9fe7108f9d_o-160Glýfosat fannst í þvagi allra stjórnmálamanna í 25 manna hópi sem tekinn var til rannsóknar í tilefni af ráðstefnu um erfðabreyttar lífverur sem haldin var í Christiansborg í Kaupmannahöfn á dögunum. Meðalstyrkur efnisins var 0,89 ng/mg (nanógrömm efnis í milligrammi af þvagi) meðal þeirra sem tamið höfðu sér lífrænan lífsstíl en 1,45 ng/mg hjá þeim sem töldust hefðbundnir neytendur. Glýfosat, sem er m.a. virka efnið í plöntueitrinu Roundup, er flokkað sem krabbameinsvaldur, en engin leið er að segja til um hvort umræddur styrkur muni hafa áhrif á heilsu viðkomandi stjórnmálamanna. Niðurstöðurnar sýna hins vegar að efnið er orðið útbreitt í umhverfinu og í fæðukeðjunni, en vitað er að það er m.a. mjög skaðlegt fyrir vatnalífverur.
(Sjá frétt á heimasíðu Náttúruverndarsamtaka Danmerkur í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s