Norski olíusjóðurinn hefur ákveðið að hætta að fjárfesta í fyrirtækjum sem fá meira en 30% tekna sinna af kolavinnslu. Þetta er fyrsta aðgerðin af þessu tagi eftir að tilkynnt var í júní 2015 að sjóðurinn hygðist draga úr „svörtum“ fjárfestingum. Aðgerðin útilokar 52 fyrirtæki sem sjóðurinn hefur fjárfest í, en flest þeirra eru staðsett í Bandaríkjunum og Kína. Sjóðurinn, sem er sá stærsti sinnar tegundar í heiminum, mun þó áfram eiga hlut í þremur stærstu kolaframleiðendum heims, þar sem umsvif þeirra eru slík að minna en 30% tekna þeirra kemur frá kolavinnslu. Samdráttur í „svörtum“ fjárfestingum mun halda áfram út árið og á næstunni mun Seðlabanki Noregs kynna fleiri aðgerðir í þá veru.
(Sjá frétt the Guardian í dag).