Ný heimasíða sýnir áhrif hækkandi yfirborðs sjávar

501Samtökin Coastal Risk Australia hafa búið til heimasíðu með hjálp Google Maps þar sem notast er við reiknilíkön fyrir breytingar á yfirborði sjávar til ársins 2100 til að sýna hvaða hús og hverfi muni fara undir sjó vegna loftslagsbreytinga. Einstaklingar og fyrirtæki í Ástralíu geta slegið inn heimilisfangið sitt og séð hvaða áhrif loftslagsbreytingar muni hafa á húsin þeirra og þannig áætlað breytingar á fasteignaverði og tryggingariðgjöldum. Byggt er á gögnum frá Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar (IPCC), en af þeim má ráða að margar frægustu strandir Ástralíu hverfi fyrir næstu aldamót. Einn af aðstandendum síðunnar segir að markmið síðunnar sé ekki að ýta undir móðursýki heldur að reyna að fá fólk til að hætta að stinga höfðinu í sandinn.
(Sjá frétt the Guardian í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s