Einnota skálar úr laufblöðum

teak_bowlsHópur vísindamanna við tælenska Naresuan háskólann hefur þróað einnota, vatnsþéttar og lífbrjótanlegar matarskálar úr laufblöðum. Laufblöð tekktrjáa reyndust best til þessara nota samkvæmt athugunum hópsins og sterkja var notuð til að gefa skálunum gljáa. Skálunum er ætlað að koma í stað frauðplastumbúða sem m.a. eru notaðar í miklum mæli undir skyndimat á matarhátíðum. Það gefur auga leið að skálarnar brotna auðveldlega niður í náttúrunni og hafa því yfirburði framyfir ill-niðurbrjótanlegar einnota umbúðir. Háskólinn bíður nú eftir einkaleyfi til að hægt verði að hefja markaðssetningu skálanna af fullum krafti.
Sjá frétt Bangkok Post 31. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s