Míkróplast úr flísefnum áberandi í sjávarlífverum

fleeceÍ hvert skipti sem flík úr flísefni er þvegin sleppa um 2.000 míkróagnir út í frárennslið samkvæmt nýrri kanadískri rannsókn á vatnssýnum úr nágrenni borgarinnar Vancouver í Bresku-Kólumbíu. Mikið af þessum ögnum berst í dýrasvif í sjónum og síðan áfram upp fæðukeðjuna. Rannsóknin gefur svipaðar vísbendingar og aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum útivistarfatnaðar (aðallega úr flísefni og Gore-Tex) á lífríki sjávar, en norskar rannsóknir hafa m.a. sýnt fram á svipuð áhrif. Í norsku rannsóknunum kom fram að hægt væri að rekja um 100 milljónir plastagna í firðinum við Longyearbyen á Svalbarða til þvottavéla í öðrum löndum, en plastagnirnar ferðast um hafið með hafstraumum.
(Sjá frétt Canadian Geographic 29. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s