Evrópusambandið (ESB) hefur bannað rotvarnarefnið MI (metýlísóþíasólínón) í svokölluðum „leave-on“ húðvörum, þ.e.a.s. vörum á borð við hvers kyns krem og svitarlyktareyði, sem ætlað er að liggja lengi á húðinni. Dönsk yfirvöld hafa lengi kallað eftir slíku banni, en MI er ofnæmisvaldandi og telja dönsk yfirvöld efnið vera eina helstu ástæðuna fyrir fjölgun ofnæmistilfella í Danmörku. Í framhaldinu mun ESB ákveða hámarksviðmið fyrir MI í öðrum snyrtivörum, en efnið er m.a. notað í sjampó og raksápu.
(Sjá frétt Miljøstyrelsen í dag).