Ósýnileg, útfjólublá strikamerki til að flokka plastúrgang

nextek-prism-containers-1-copy-1024x768Bresk rannsókn á möguleikum þess að nýta flúrmerki á plastvörur til að einfalda flokkun plastúrgangs fékk nýlega 770.000 punda framhaldsstyrk (um 140 milljónir ísl. kr.) frá breskum stjórnvöldum og fleiri aðilum. Verkefnið miðar að því að þróa flúrefni úr málmoxíði og púðri úr gömlum flúrperum, sem hægt er að nota í eins konar „ósýnileg strikamerki“ sem notuð verða á plastvörur. Ef verkefnið heppnast verður hægt að flokka plastfjölliður á einfaldan, ódýran og fljótlegan hátt í flestum flokkunarstöðvum fyrir úrgang og auka þannig verulega efnisendurvinnslu á plasti. Fyrstu tilraunir með merkin gáfu allt að 97% flokkunarhlutfall sem skilaði um 95% hreinleika. Flokkun plasts er nokkuð flókin þar sem mikið er um samsett efni auk þess sem ógerlegt er að greina milli mismunandi fjölliða á einfaldan hátt. Hin nýja tækni er þróuð þannig að hægt verði að bæta henni við innrauða flokkunartækni sem er nú þegar víða notuð í flokkunarstöðvum. Þar með lækkar stofnkostnaðurinn.
Sjá frétt Recycling International í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s