Loftmengun á götum Kaupmannahafnar hefur minnkað verulega eftir að nýjum úblásturssíum var komið fyrir í 300 strætisvögnum þar í borg. Síurnar minnka mengun í útblæstri um 95% og munar þar mestu um samdrátt í útblæstri köfnunarefnisoxíða (NOx) og svifryks sem eru taldar vera meðal helstu orsaka krabbameins og öndunarfærasjúkdóma í borginni. Þessi samdráttur í mengun samsvarar því að 15-20% af mest mengandi ökutækjum borgarinnar væru tekin úr umferð. Verkefnið er hluti af samstarfi Kaupmannahafnarborgar, sveitarfélagsins Fredriksberg, flutningafyrirtækisins Movia og Umhverfisstofnunar Danmerkur (Miljøstyrelsen).
(Sjá frétt Miljøstyrelsen 29. febrúar).