Lindex framleiðir strigaskó úr gömlum gallabuxum

denim sneakersSænska verslunarkeðjan Lindex hefur hafið framleiðslu á strigaskóm úr gömlum gallabuxum sem skilað hefur verið í söfnunargáma Myrorna. Talsmaður Myrorna segir að samtökin taki þátt í verkefninu þar sem þeim finnist spennandi að finna nýja markaði og endurvinnslufarvegi fyrir notaðan fatnað, auk þess sem uppvinnsla (e. upcycling) textílefna feli í sér nýsköpun í handverki og meðferð textílúrgangs. Með uppvinnslu gallabuxnanna lengist líftími vörunnar og neyslumynstur breytist, sem aftur hefur í för með sér minna álag á umhverfið og minni auðlindanotkun. Myrorna safna nú um 21 tonni af textílúrgangi í Svíþjóð á degi hverjum og stefna að því að tvöfalda söfnunina á næstu tveimur árum. Lindex ætti því að hafa nægilegt hráefni í framleiðsluna.
(Sjá frétt á heimasíðu Myrorna 17. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s