Aukin notkun á svonefndu lífbrjótanlegu (e. biodegradable) plasti mun ekki leiða til minni plastmengunar í hafinu að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Plast sem er framleitt þannig að það brotni hraðar niður í náttúrunni en venjulegt plast þarf oftar en ekki allt að 50°C í nokkurn tíma til að niðurbrotið hefjist og slíkar aðstæður eru ekki í sjónum. Auk þess er hætt við að fólk umgangist plastið af meira kæruleysi en ella ef það er merkt sem „lífbrjótanlegt“. Nú er talið að allt að 20 milljónir tonna af plasti endi í hafinu á ári hverju.
(Sjá frétt á heimasíðu UNEP í dag).