Foreldrar barna á leikskólanum Dalby Hage utan við Uppsali í Svíþjóð eiga þess nú kost að kaupa matarafganga frá leikskólanum. Matráðskonan á leikskólanum stakk upp á þessu á foreldrafundi og fékk góðar undirtektir. Afgangarnir eru seldir í öskjum og kostar skammturinn 25 sænskar krónur (um 380 ísl. kr.). Foreldrar hafa tekið þessu fagnandi og um leið dregur þetta úr matarsóun á leikskólanum. Tekjunar af sölunni verða nýttar til að auka hlutdeild lífrænna matvæla og staðbundinnar framleiðslu í innkaupum leikskólans.
(Sjá frétt MiljöAktuellt í dag).