Kolding fær grænu innkaupaverðlaunin 2015

indkoeb-foto_1170x400 (160x65)Sveitarfélagið Kolding fékk dönsku grænu innkaupaverðlaunin 2015, en verðlaunin voru afhent sl. fimmtudag á ráðstefnunni Ryd stenene af vejen (ísl. „Hreinsið grjótið af götunni“) þar sem aðilar sem sjá um útboð og innkaup báru saman bækur sýnar. Verðlaunin fékk Kolding fyrir innkaup á vistvænum vetnisbílum og samstarf um uppsetningu áfyllingarstöðvar fyrir vetni. Þrír aðrir aðilar voru tilnefndir til verðlaunanna, þ.e.a.s. Hróarskelduhátíðin fyrir átak sitt til að gera hátíðina umhverfisvænni, skrifstofuvöruverslanirnar Lyreco fyrir að aðstoða viðskiptavini sína við sjálfbær innkaup og Kaupmannahafnarborg og flutningafyrirtækið Bryde & Sønner fyrir sjálfbærniáherslur í flutningaþjónustu.
(Sjá frétt á heimasíðu Miljøstyrelsen 6. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s