Fyrirtæki með samtals um 14.000 starfsmenn hafa gerst aðilar að sænska verkefninu Nollzon, en aðildin felur í sér að rafbílar verða sjálfkrafa fyrir valinu þegar pantaðir eru leigubílar í nafni fyrirtækjanna. Tilgangurinn með Nollzon er að skapa aukna eftirspurn eftir rafbílum og flýta þannig fyrir rafvæðingu samgangna í samræmi við markmið sænskra stjórnvalda um jarðefnaeldsneytislausan bílaflota árið 2030. Leigubílastöðvar eru farnar að finna fyrir þessari auknu eftirspurn og sem dæmi má nefna að hjá Taxi Stockholm eru nú 9 rafbílar í notkun.
(Sjá fréttatilkynningu Gröna Bilister 19. október).