Eingöngu lífrænt hveiti í hillunum hjá Irma

indkoeb-mel_morgenmadFramvegis mun danska verslunarkeðjan Irma eingöngu selja lífrænt hveiti, en hlutdeild lífræns hveitis í heildarhveitisölunni var áður kominn upp í 87%. Ákvörðun Irma byggir m.a. á því viðhorfi stjórnenda keðjunnar að lífrænt vottað hveiti sé bæði bragðbetra og betra í bakstur en annað hveiti, auk þess sem umhverfisáhrifin eru minni. Samanlögð markaðshlutdeild lífrænna matvæla hjá Irma nálgast nú 30%, sem er um fjórfalt hærra hlutfall en landsmeðaltalið í Danmörku. Irma hefur sett sér það markmið að þetta hlutfall verði orðið 50% árið 2025. Hveiti er ekki fyrsta fæðutegundin sem nú fæst eingöngu lífræn hjá Irma, því að í sumar úthýsti keðjan gulrótum og bönunum sem ekki eru með lífræna vottun.
(Sjá frétt á heimasíðu Økologisk Landsforening í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s