Osló losar allt sitt fé úr jarðefnaeldsneytisgeiranum

oslodivest750 (160x84)Osló er fyrsta höfuðborgin í heiminum sem ákveður að losa um allar fjárfestingar sínar í kola-, olíu- og gasfyrirtækjum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þetta þýðir að fjárfesting upp á 9 milljarða Bandaríkjadala (um 1.125 milljarða ísl. kr.) verður færð úr jarðefnaeldsneyti í aðrar greinar. Þessi fjárlosun er hluti af málefnasamningi nýs meirihluta græningja, jafnaðarmanna og vinstri manna í borgarstjórn. Áður hafa 45 borgarstjórnir víða um heim tekið sambærilega ákvörðun um fjárlosun, en sem fyrr segir er Osló fyrsta höfuðborgin sem stígur þetta skref.
(Sjá frétt EcoWatch 19. október).

Færðu inn athugasemd