Efnið Oxýbensón (einnig þekkt sem BP3), sem notað er sem útblámasía (e. UV-filter) í um 3.500 mismunandi tegundir af sólarvörn, á þátt í eyðileggingu kóralrifja að því er fram kemur í rannsókn sem sagt er frá í ritinu Archives of Environmental Contamination and Toxicology. Efnið getur verið banvænt fyrir unga kóralla og skaðað þá eldri. Þetta þykir skýra hvers vegna svo lítið af ungum kóröllum er að finna í kóralrifjum nálægt ferðamannastöðum, en á slíkum stöðum er styrkur efnisins eðlilega hæstur. Efnið virðist skaða kóralla í mjög lágum styrk, þ.e. allt niður í 62 þúsundmilljörðustuhluta sem jafngildir því að einum dropa væri blandað í sex og hálfa sundlaug af ólympískri stærð. Styrkurinn við Hawaii og í Karabíska hafinu mælist 12 sinnum hærri en þetta.
(Sjá frétt PlanetArk í gær).