Um þriðjungur allra náttúrufyrirbæra á heimsminjaskrá UNESCO (70 af 229) er í hættu vegna umsvifa olíu- og námufyrirtækja að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem náttúruverndarsamtökin WWF hafa unnið í samvinnu við fjárfestingarsjóðina Aviva Investors og Investec. Þar á meðal eru flestöll slík náttúrufyrirbæri í Afríku. Allmörg námufyrirtæki hafa gerst aðilar að svonefndri „no go“ yfirlýsingu sem felur í sér fyrirheit um að stunda ekki starfsemi á svæðum á heimsminjaskrá. Hins vegar hafa aðeins örfá olíufélög gert slíkt hið sama. Markaðshlutdeild „no go olíufélaga“ er þannig aðeins um 2% á heimsvísu.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).