Fyrsti sólarorkuknúni flugvöllurinn

Kerala (160x104)Alþjóðaflugvöllurinn Cochin í Keralaríki á Indlandi er fyrsti flugvöllurinn í heimi sem gengur eingöngu fyrir sólarorku. Þann 18. ágúst sl. voru teknar í notkun 46.000 sólarsellur á um 18 hektara svæði í grennd við flugvöllinn. Sólarorkuverið framleiðir um 50-60 MWst af raforku á sólarhring, en dagleg orkuþörf flugvallarins er um 48 MWst/sólarhring sem samsvarar orkunotkun u.þ.b. 10 þúsund heimila. Umframorkan er send inn á dreifikerfið og nýtist þannig öðrum raforkunotendum.
(Sjá frétt ENN í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s