Lyf sem brotna niður í tæka tíð

pillurMeð minni háttar breytingu á uppbyggingu sameinda hefur vísindamönnum tekist að breyta algengu lyfi þannig að það brotni niður áður en það skilar sér út í náttúruna með fráveituvatni, án þess að breytingin komi niður á virkni lyfsins í líkamanum. Virk efni úr lyfjum berast í talsverðum mæli út í umhverfið með ófyrirséðum afleiðingum. Þess vegna gerðu Klaus Kümmerer og félagar hans tilraun til að breyta lyfinu própranólól, sem er algengur beta-blokkari og blóðþrýstingslyf, þannig að það gerði sitt gagn sem slíkt en brotnaði niður í skaðminni efni í fráveitukerfinu. Tilraunin skilaði góðum árangri og að mati þeirra sem að henni stóðu vekur hún vonir um að unnt verði að endurhanna fleiri lyf með svipuðum hætti, þannig að þau hafi minni neikvæð áhrif á umhverfi og heilsu að notkun lokinni.
(Sjá frétt Science Daily 9. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s